góða veðrið

jæja loksins get ég bloggað eins og allir aðrir. er í veikinda fríi og hundleiðist allan daginn, það er þegar ég er búin að fara í göngu - setja í þvottavél og taka aðeins til. húsbóndinn í vinnunni og drengurinn í skólanum.
talandi um skóla fór á sumarhátíð hjá yngri stráknum mínum í dag - veðrið gerði alveg gæfumuninn. krakkarnir úti að leika og við foreldrarnir að horfa á og aðeins að monta okkur. ég talaði aðeins við tónlistarkennarann og fékk að vita að drengurinn væri með tónlist í sér - átti ekki von á öðru þessi snillingur góður í öllu. en talandi um góða veðrið - þvílíkur munur þegar sólin skín allir léttklæddir (þótt hitinn sé aðeins 8 stig) og brosandi. fólk og börn léttklætt og í öllum búðum hvít og létt föt. fór aðeins í búðir í dag og sá alveg rosalega flotta strigaskó í evu, bæði til í svörtu og silfurlituðu. en snilldin er að þeir eru með teygju í stað reima svo við konurnar losnum líka við að reima skóna eins og börnin.
en nóg í bili og dömur ef ykkur vantar létta og flotta skó í sumar þá endilega skoðið þessa ekki slæmir.
Lína

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlín Baldursdóttir
Sigurlín Baldursdóttir

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband